1984 ehf var stofnað snemma árs 2006. Við erum sérhæft hýsingarfyrirtæki sem hefur frá stofnun haft fá og skýr markmið. Markmiðin eru þessi:

1. Að bjóða vefhýsingu og tölvupóstþjónustu og sýndarþjóna á verði sem er samkeppnishæft á alþjóðlegum markaði.

2. Að notast ávallt við fyrsta flokks tölvubúnað.

3. Að notast við frjálsan hugbúnað í rekstri okkar kerfa, alls staðar þar sem því verður komið við.

4. Að hafa okkar tölvubúnað á Íslandi, bæði til að auka snerpu og hraða á vefjum og þjónustu okkar íslensku viðskiptavina og til að nota íslenska, vistvæna orku í okkar rekstri.

Þeir sem vit hafa á sjá strax, að fyrstu tvö markmiðin virðast ósamræmanleg, því fyrsta flokks búnaður, eins og 1984 ehf notast við, er sennilega þrefalt eða fjórfalt dýrari en sá búnaður sem nær allir samkeppnisaðilar okkar notast við. Því mætti ætla að við þyrftum að hafa þjónustuna okkar dýrari en aðrir, en svo er ekki. Okkur tekst að hafa okkar þjónustu ódýra með því að spara öll önnur útgjöld en þau sem tengjast kaupum á búnaði og viðhaldi þjónustustigs.

Við notumst við frjálsan hugbúnað, ekki aðeins vegna þess að hann er oftast laus við leyfisgjöld, heldur vegna þess að hann hefur miklu betri sögu um öryggi og stöðugleika en séreignarhugbúnaður.

1984 ehf.
P.O. Box 126
121 Reykjavík ICELAND
Phone: +354 546 1984
Email: 1984@1984.is
Abuse: abuse@1984.is