1984  er umhverfisvænt hýsingarfyrirtæki

Frumkvöðlar í eðlilegri verðlagningu á vefhýsingu

Hver er munurinn á venjulegri vefhýsingu og VPS vefhýsingu?

VPS vefhýsing er þýðing á því sem oft er kallað "Managed VPS Hosting" á ensku. Það sem kallað er vefhýsing á íslensku heitir "Shared Hosting" á ensku. Munurinn á VPS vefhýsingu og venjulegri vefhýsingu er sá, að í venjulegri vefhýsingu deila viðskiptavinir vélbúnaði og kerfisaðgangi, þ.e.a.s. örgjörvum, diskplássi og vinnsluminni. Venjuleg vefhýsing er yfirdrifið nóg fyrir flesta vefi og póstþjónustu, því kerfisálag af venjulegum vefjum og tölvupósti er yfirleitt hóflegt. Þannig hentar vel að fleiri en einn deili með sér einum vefþjóni og lækki þannig kostnað hvers og eins.Hver þarf VPS vefhýsingu?

Sumir vefir eru hins vegar þyngri í keyrslu og krefjast meira og stöðugra vélarafls eða meiri vaxtargetu við stækkun en hægt er að tryggja í venjulegri vefhýsingu. Þetta getur átt við ef vefur er fjölsóttur, ef hann býður upp á mjög þungt efni eða ef mikilvægt er að tryggja mjög hátt þjónustustig af einhverjum ástæðum. Þá getur verið viðeigandi að velja VPS vefhýsingu því þá fær viðskiptavinur sína eigin kerfisgetu (sýndarörgjörva, vinnsluminni og diskpláss) fyrir sjálfan sig og deilir því ekki með öðrum notendum eins og í venjulegri vefhýsingu. Þetta fyrirkomulag býður upp á mjög stöðugt rekstrarumhverfi fyrir þyngri eða fjölsóttari vefi, mikla stækkunar- og vaxtarmöguleika og sérstillingar á þjónustum langt umfram það sem hægt er að bjóða upp á í venjulegri vefhýsingu.Hvenær ætti ég að færa mig yfir í VPS hýsingu?

Ef þú þarft nákvæmari stjórn, meiri upplýsingar um vefreksturinn eða meira vélarafl og kerfisgetu er rökrétt að færa sig yfir á VPS vefhýsingu. Í VPS vefhýsingu er öll uppsetning miðuð við þínar þarfir og þú deilir ekki kerfisgetunni með öðrum notendum, þannig að notkun þeirra vefja mun ekki hafa áhrif á þinn vef. Ef þú sérð fram á mikinn vöxt á notkun vefja þinna eða ef þú þarf mjög stöðugan kerfisaðgang og vilt ekki þurfa að deila honum með öðrum notendum, þá gæti VPS vefhýsing verið rétta lausnin fyrir þig.Hvernig uppfæri ég úr venjulegri vefhýsingu í VPS vefhýsingu

Tæknimenn 1984 færa vefinn þinn yfir í VPS vefhýsingu, þér að kostnaðarlausu.Er erfiðara að nota VPS hýsingu en venjulega vefhýsingu?

Alls ekki. það er ekkert erfiðara að nota VPS vefhýsingu heldur en venjulega vefhýsingu. Öll stjórntæki eru í grunninn hin sömu fyrir báðar tegundir, en VPS vefhýsingin býður upp á fleiri möguleika á sérstillingum og meiri upplýsingar um kerfisnotkun, en þú getur haldið áfram á nákvæmlega sama hátt og þú hefur vanist til þessa ef þú vilt.

Hvernig er pantað?

Til að panta Fyrirtækjahýsingu þarftu að skrá notanda, vinsamlegast smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að færast á skráningarformið. Ef þú vilt spyrja spurninga eða fá upplýsingar um Fyrirtækjahýsingu biðjum við þig að senda okkur beiðni í gegnum "Hafa samband" á heimasíðunni okkar eða með því að senda tölvupóst á 1984@1984.is