1984  er umhverfisvænt hýsingarfyrirtæki

Frumkvöðlar í eðlilegri verðlagningu á vefhýsingu

Kerfisviðhald

Á morgun, fimmtudaginn 23. maí 2019 milli 10.00 og 12.00 verður unnin skyndiviðhaldsaðgerð á netbúnaði í gagnaveri sem hýsir takmarkaða þjónustu 1984. Ef þú ert í þeirri þjónustu barst þér tölvupóstur í dag Ekki er gert ráð fyrir að aðgerðin hafi nein áhrif á þjónustuna, en þessi tilkynning er send til að tilkynna um aðgerðina ef svo ólíklega vill til að eitthvað fari úrskeiðis við aðgerðina.

Kerfisrekstrarteymi 1984 ehf

Varnarstjórnun

1984 tekur öryggi alvarlega og það sama á við skyldur fyrirtækisins til upplýsingargjafar til viðskiptavina þess.

Fimmtudaginn 18. april 2019 bárust upplýsingar til fyrirtækisins um mögulegan öryggisbrest af öryggisrannsakanda. Bresturinn varðar óviljandi birtingu skráa sem innihald persónugreinanleg gögn, í þessu tilfelli netföng og IP adressur. Ekki er um að ræða birtingu af lykilorðum né viðkvæmum persónugreinanlegum gögnum.

1984 brást við eins fljótt og auðið var og tryggði öryggi áðurnefndra gagna innan við 20 mínútum eftir að okkur bárust upplýsingar um birtinguna.

Samkvæmt mati 1984 hefur bresturinn engin áhrif á viðskiptavini okkar og öryggi persónuupplýsinga þeirra hefur á engan hátt verið stefnt í hættu. Því þurfa viðskiptavinir okkar ekki að grípa til neinna ráðstafana.

Í kjölfarið hefur 1984 farið í gegnum öryggisferla sína til að meta áhrif og fann að í þeim skrám sem fyrirtækið hefur aðgengi að hafi engin fengið eða verið með aðgengi að þeim. Við höldum áfram að vinna í þessu máli og munum uppfæra þessa tilkynningu ef við finnum upplýsingar sem
hafa áhrif á þetta mat okkar.

Okkur þykir afar leitt að þetta hafi gerst en hughreystum okkur við að okkar öryggisrástafarnir og viðbragðaráætlarnir virka sem skyldi og höldum áfram að meta og trygga öryggi okkar starfsemi til að bjóða upp á eins öruggt hýsingarumhverfi og mögulegt fyrir okkar viðskiptavini.

Ef þú hefur spurningar, hafðu endilega samband við okkur á GDPR(@)1984.is

- Starfsfolk @ 1984