Kerfishrun

Við höfum ávallt verið hreinskilin við okkar viðskiptavini og höldum því áfram.

Í gær varð gríðarlega alvarleg bilun í kerfum 1984 og þvi miður algert kerfishrun.

Við munum vinna sleitulaust að því að laga það sem hægt er að laga.

Þeir viðskiptavinir sem eru í venjulegri hýsingu fá vef sína og tölvupóst enduruppsettan úr afritum og við reynum að bjarga gögnum annarra viðskiptavina ef hægt er.

Við biðjum viðskiptavini að sýna okkur þolinmæði á þessum erfiða tíma.