1984  er umhverfisvænt hýsingarfyrirtæki

Frumkvöðlar í eðlilegri verðlagningu á vefhýsingu

Sýndarþjónar hjá 1984 eru mjög áreiðanlegir og stöðugir með frábæran uppitíma, enda keyrðir á besta fáanlega búnaði. Aðgangur að þjónustunni felst í rótaraðgangi yfir ssh og sjáfstæðu (e. out-of-band) VNC viðmóti í vefstjórnborði. Stýrikerfi að eigin vali, ef þitt óskastýrikerfi er ekki í fellilistanum þegar þú pantar skaltu velja "Annað" eða "Other" og senda okkur tölvupóst á 1984@1984.is með óskum og fyrirmælum. Ekki biðja okkur um að setja upp Windows stýrikerfið, við leyfum það ekki á okkar kerfum.

Forsniðnar Diskamyndir sem í boði eru

OpenVPN

Fyrir frelsishetjur

Eina VPN þjónustan sem þú getur treyst að fullu er VPN þjónusta sem þú stjórnar sjálf/ur

Miðlara og biðlaraskírteini verða sjálfkrafa til og biðlarastjórnskrá (client config file) send með tölvupósti til viðskiptavinar. Þjónustan er virk á porti 443 sem er aðgengilegt nær allstaðar. Allir loggar lenda í /dev/null og DNS fyrirspurnir sér þjónninn um sjálfur.

LEMP

Tilbúinn vefþjónn

LEMP stendur fyrir Linux, nginx(borið fram Engine x), MySQL og PHP. Þjónninn er uppsettur með sérstilltu PHP sem ræður við að keyra álagsþunga vefi, leyfi stærð þjónsins það. Þessi þjónn hentar einnig vel sem auglýsingaþjónn, fyrir Video efni eða jafnvel sem skjalaþjónn.

Nexcloud þjónn

Tilbúinn til notkunar skalaþjónn

Keyrðu þitt eigið ský

Nextcloud skjalaþjónn er gerður fyrir mikla notkun og kemur með Let's Encrypt https skirteini.

Í vinnslu

Hvernig er pantað?

Til að panta Fyrirtækjahýsingu þarftu að skrá notanda, vinsamlegast smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að færast á skráningarformið. Ef þú vilt spyrja spurninga eða fá upplýsingar um Fyrirtækjahýsingu biðjum við þig að senda okkur beiðni í gegnum "Hafa samband" á heimasíðunni okkar eða með því að senda tölvupóst á 1984@1984.is